Um SÁF

SÁF – samtök áhugafólks um fjárhættuspilavandann, eru samtök einstaklinga sem vilja;

Stuðla að forvörnum gegn sjúkdómnum fjárhættuspilafíkn.
Fræða almenning, heilbrigðisstéttir, fjölmiðlafólk og stjórnvöld um sjúkdóminn.
Byggja upp eða stuðla að því að komið verði á fót meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og aðstendendur þeirra.
Að stuðla að, eða standa að, rannsóknum sem tengjast sjúkdómnum fjárhættuspilafíkn, hvort sem það er rannsókn á sjúkdómnum sjálfum, orsökum hans, sjúklingum sem eru haldnir fjárhættuspilafíkn, þeim einstaklingum sem eru í áhættuhópi, aðstandendum fjárhættuspilafíkla eða samfélaginu í heild sem og þeim úrræðum sem framangreindum einstaklingum stendur til boða.