Nýtt á vef SÁS – umföllun um sjúkdóminn. Þar sem safnað er á einn stað öllu því helsta sem birst hefur í miðlum eins og prentmiðlum, vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi.
Nýjustu fréttir og pistlar
Hvaða verkefni eru efst á baugi í augnablikinu…..
Hvað er heitast í umræðunni…..
- Vandinn er …Að berjast fyrir lokun spilavíta / spilakassa á Íslandi og opna augu stjórnvalda fyrir þeim skaða sem rekstur þeirra hefur valdið. Á lokum.is eru allar… Read more: Vandinn er …
- Vandinn er …Að nú er komið nóg Hver er munurinn á einum spilakassa og mörgum? Jú – þú smitast ekki af Covid-19 ef þú spilar bara í… Read more: Vandinn er …
- Vandinn er…..Að nú er mælirinn fullur. Árið 1999 var borin upp tillaga í háskólaráði Háskóla Íslands, sem á Happdrætti Háskóla Íslands, sem rekur Gullnámuna – hin… Read more: Vandinn er…..
- Vandinn er…..fáfræði ráðamanna varðandi eðli þeirra spilakassa sem eru kallaðir “söfnunarkassar.”
- Stofnfundur SÁSSÁF – samtök áhugafólks um spilafíkn, voru formlega stofnuð 28.september 2019.Fimm einstaklingar, sem allir hafa persónulega reynslu af sjúkdómnum spilafíkn, komu saman og ákváðu að… Read more: Stofnfundur SÁS
Samtök áhugafólks um spilafíkn- SÁS – voru stofnuð 28. september 2019 af hópi einstaklinga sem öll hafa persónulega reynslu af sjúkdómnum fjárhættuspilafíkn, annað hvort sem sjúklingar eða sem aðstandendur.
Við, sem komum að stofnun SÁS, teljum að hægt sé að gera mun meira en gert er í dag í sambandi við fræðslu um sjúkdóminn, forvarnir gegn sjúkdómnum og síðast en ekki síst varðandi meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem kljást við sjúkdóminn og aðstandendur þeirra.
Við höfum öll reynslu af því hversu skelfilegur sjukdómurinn getur verið og viljum því leggja okkar af mörkum til þess að forða öðrum frá honum og jafnframt að hjálpa öðrum sjúklingum og aðstandendum þeirra til þess að takast á við sjúkdóminn, skilja hann og öðlast trú á því að það sé hægt að lifa góðu lífi með sjúkdómnum.
Fjárhættuspil hafa fylgt manninum svo lengi sem ritaðar heimildir ná til og sem dæmi um þá skaðsemi sem getur fylgt fjárhættuspilum, bönnuðu Rómverjar til forna alla veðmálastarfsemi innan veggja Rómarborgar.
Það er þó ekki markmið okkar að ganga svo langt að banna fjárhættuspil. Það teljum við ekki vera raunhæft markmið. En í ljósi fjölmargra rannsókna sem sýnt hafa fram á að 2 – 3% einstaklinga séu útsett fyrir sjúkdómnum, teljum við að full ástæða sé til þess að takmarka aðgengi að fjárhættuspilum og draga úr sýnileika þeirra – einkum og sér í lagi gagnvart ungmennum og helst að minnka framboð fjárhættuspila í íslensku samfélagi.
Reynslan hefur sýnt að langt leiddir sjúklingar eru í mikilli sjálfsvígshættu og við þekkjum öll einhvern sem hefur tekið eigið líf – einvörðungu vegna fjárhættuspila. Því teljum við það ekki réttlætanlegt að óheft aðgengi sé að fjárhættuspilum – aðeins vegna þess að þau styðji góðan málstað. Er einhver málstaður svo góður að við séum tilbúin til þess að fórna fyrir hann mannslífum?
Í söngtexta Ómars Ragnarssonar segir: “Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott“. Hið sama á við um sjúkdóminn, því hægt er að halda honum niðri og með réttri meðferð að öðlast enn betra líf heldur en ef hann hefði aldrei komið til. Það hafa mörg okkar fengið að upplifa og viljum hjálpa öðrum til þess sama.